Íslensku tónlistarkonurnar Hildur Guðnadóttir og Anna Þorvaldsdóttir eru tilnefndar til Grammy-verðlauna í ár. Hildur í flokki tónlistar fyrir myndræna miðla fyrir tónlistina í HBO þáttaröðinni Chernobyl og Anna í flokki bestu upptaka í klassískri tónlist fyrir Aequa.
Sjá má tilnefningar í öllum flokkum á vef hátíðarinnar. Lizzo fær flestar tilnefningar í ár eða átta talsins fyrir plötu sína Truth Hurts þar á meðal fyrir bestu plötu ársins og sem nýliði ársins. Tveir aðrir nýliðar í poppinu eru í harðri samkeppni í þeim flokki því bæði Billie Eilish og Lil Nas X fengu sex tilnefningar að þessu sinni.
Verðlaunaafhendingin verður sýnd beint á RÚV frá Staples Center í Los Angeles 26. janúar. Hin geðþekka Alicia Keys sér um að allt fari vel fram en hún var einmitt líka kynnir Grammy- verðlaunanna á þessu ári.
En það er margt áhugavert að sjá í hinum ýmsu flokkum tilnefninga til Grammy-verðlauna í ár og þessar eru helstar: