Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Grammy fyrir Chernobyl

Mynd með færslu
 Mynd: AP

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Grammy fyrir Chernobyl

20.11.2019 - 16:55

Höfundar

Það eru nýju krakkarnir í hverfinu Lizzo, Billie Eilish og Lil Nas X sem fá flestar Grammy-tilnefningar í ár. Grammy-verðlaunin verða afhent í sextugasta og annað sinn í Staples Center í byrjun árs. Íslensku tónlistarkonurnar Hildur Guðnadóttir og Anna Þorvalds verða líka í sviðsljósinu en Hildur fékk útnefningu fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl og Anna fyrir bestu klassísku upptökuna.

Íslensku tónlistarkonurnar Hildur Guðnadóttir og Anna Þorvaldsdóttir eru tilnefndar til Grammy-verðlauna í ár. Hildur í flokki tónlistar fyrir myndræna miðla fyrir tónlistina í HBO þáttaröðinni Chernobyl og Anna í flokki bestu upptaka í klassískri tónlist fyrir Aequa.

Sjá má tilnefningar í öllum flokkum á vef hátíðarinnar. Lizzo fær flestar tilnefningar í ár eða átta talsins fyrir plötu sína Truth Hurts þar á meðal fyrir bestu plötu ársins og sem nýliði ársins. Tveir aðrir nýliðar í poppinu eru í harðri samkeppni í þeim flokki því bæði Billie Eilish og Lil Nas X fengu sex tilnefningar að þessu sinni. 

Verðlaunaafhendingin verður sýnd beint á RÚV frá Staples Center í Los Angeles 26. janúar. Hin geðþekka Alicia Keys sér um að allt fari vel fram en hún var einmitt líka kynnir Grammy- verðlaunanna á þessu ári.

En það er margt áhugavert að sjá í hinum ýmsu flokkum tilnefninga til Grammy-verðlauna í ár og þessar eru helstar:


Plata ársins

 • Bon Iver - I, I
 • Lana Del Rey - Norman Fucking Rockwell!
 • Billie Eilish - When We All Fall Asleep, Where Do We Go
 • Ariana Grande - Thank U, Next
 • H.E.R. - I Used To Know Her
 • Lil Nas X - 7
 • Lizzo - Cuz I Love You
 • Vampire Weekend - Father Of The Bride


Upptaka ársins

 • Bon Iver - Hey Ma
 • Billie Eilish - Bad Guy
 • Arianna Grande - 7 Rings
 • H.E.R. - Hard Place
 • Khalid - Talk
 • Lil Nas X ft Billie Ray Cyrus - Old Town Road
 • Lizzo - Truth Hurts
 • Post Malone og Swae Lee - Sunflower


Lag ársins

 • Lady Gaga - Always Remember Us This Way
 • Billie Eilish - Bad Guy
 • Tanya Tucker - Bring My Flowers Now
 • H.E.R. -Hard Place
 • Taylor Swift - Lover
 • Lana Del Rey - Norman Fucking Rockwell
 • Lizzo - Truth Hurts
 • Lewis Capaldi - Someone You Love


Nýliði ársins

 • Black Pumas
 • Billie Eilish
 • Lil Nas X
 • Lizzo
 • Maggie Rogers
 • Rosalía
 • Tank And The Bangas
 • Yola


Danslag ársins

 • Bonobo - Linked
 • Chemical Brothers - Got To Keep On
 • Meduza ft Goodboys - Piece of Your Heart
 • RÜFÜS DU SOL - Underwater
 • Skrillex og Boys Noize Featuring Ty Dolla $ign - Midnight Hour


Rokkplata ársins

 • Bring Me The Horizon - Amo
 • Cage The Elephant - Social Cues
 • The Cranberries - In the End
 • I Prevail - Trauma
 • Rival Sons - Feral Roots


Alternative plata ársins

 • Big Thief - U.F.O.F.
 • James Blake - Assume Form
 • Vampire Weekend - Father of the Bride
 • Thom Yorke - Anima
 • Bon Iver - I, I


Rapp plata ársins

 • Dreamville - Revenge Of The Dreamers III
 • Meek Mill - Championships
 • 21 Savage - I Am > I Was
 • Tyler the Creator - Igor
 • YBN Cordae - The Lost Boy

20.11.2019 – 16:55: Fréttin hefur verið uppfærð.