Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hildur Guðnadóttir til Deutsche Grammophon

Mynd með færslu
 Mynd: Deutche Grammafon

Hildur Guðnadóttir til Deutsche Grammophon

11.10.2019 - 13:29

Höfundar

Kvikmyndatónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir hefur nú skrifað undir plötusamning við þýska útgáfurisann Deutsche Grammophon.

Í tilkynningu frá útgáfunni segir að mikill akkur sé í Hildi fyrir DG, hún sé að springa úr sköpunarkrafti og hugmyndaauðgi. „Hildur er hafin yfir hefðbundna verkaskiptingu sem tónskáld, sellóleikari og söngvari,“ segir Clemens Trautman forstjóri útgáfunnar. „Allir sem hafa hlýtt á kvikmyndatónlistina við Chernobyl eða fyrri verk hennar heyra hversu byltingarkennd tónlistin er. Við bjóðum hana velkomna.“ Tónlist hennar sé bæði persónuleg og altæk og snerti sammannlega strengi djúpt innra með fólki.

Hildur Guðnadóttir hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn á þessu ári; fyrst fyrir tónlistina í Chernobyl sem hún vann Emmy-verðlaun fyrir og nú síðast  hefur hún hlotið mikið lof fyrir tónlistina úr Jókernum. Hildur verður í góðum félagsskap Önnu Þorvaldsdóttur og Víkings Heiðars Ólafssonar hjá Deutsche Grammophon, en Jóhann Jóhannsson var einnig á mála hjá útgáfunni áður en hann lést í byrjun árs 2018.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Tónlist Hildar breytti Phoenix í Jókerinn

Tónlist

Hildur hlaut Emmy verðlaun fyrir Chernobyl

Kvikmyndir

Jókerinn og tónlist Hildar fá frábæra dóma

Tónlist

Hildur Guðnadóttir í bandarísku akademíuna