Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hildur Guðnadóttir í bandarísku akademíuna

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Hildur Guðnadóttir í bandarísku akademíuna

08.07.2019 - 15:51

Höfundar

Íslenska tónskáldinu og sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur hefur verið boðið sæti í bandarísku kvikmyndaakademíunni, sem meðal annars kýs hverjir hreppa hin eftirsóttu Óskarsverðlaun.

DV sagði fyrst frá þessu en tæplega 1000 manns frá 59 löndum hefur að undanförnu verið boðin innganga í akademíuna. Í fyrra tók til að mynda klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir sæti í akademíunni, tónskáldinu Atla Örvarssyni var boðin innganga 2017 og Jóhanni Jóhannssyni 2016, en hann lést í upphafi síðasta árs. Hildur segir á Twitter að þetta sé mikill heiður fyrir sig.

Hildur Guðnadóttir samdi nýverið ómstríða en ægifagra hljóðrásina fyrir þættina um kjarnorkuslysið í Tsjernóbýl og síðar á árinu er von á nýrri kvikmynd um Jókerinn þar sem hún semur tónlistina. Þá hefur hún gert tónlist fyrir myndir eins og Sicaro: Day of the Soldat og Tom of Finland, auk þess sem hún vann mikið með Jóhanni Jóhannssyni að kvikmyndatónlist áður en hann lést.

Tengdar fréttir

Tónlist

Hildur semur tónlistina í mynd um Jókerinn

Kvikmyndir

Elísabetu boðið sæti í bandarísku akademíunni

Menningarefni

Cosby og Polanski reknir úr akademíunni

Tónlist

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð í Peking