Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hildur er enn í forsetaframboði

19.04.2016 - 13:33
42. tbl. 2015, dansari, forsetaframbjóðandi, heilari, Hildur Þórðardóttir, rithöfundur, VI1510124540
 Mynd: Hákon Davíð Björnsson©
Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi segir að yfirlýsing Ólafs Ragnars í gær hafi komið sér á óvart en hafi engin áhrif á hennar áform og segist hafa talið að hann vildi frekar hætta með meðbyr en að tapa í kosningum. Hildur segist hlakka til að mæta honum og vonar að þjóðin sé ekki föst í viðjum ótta og íhaldsemi heldur hafi hugrekki til að velja breytingar og nýtt samfélag. Hún treystir sjálfri sér til að leiða þjóðina þangað.

Guðmundur Franklín Jónsson og Vigfús Bjarni Albertsson eru þeir einu sem höfðu formlega lýst yfir framboði sem eru fallnir frá því.