Hífður í þyrlu eftir svifvængjaslys í Kirkjufelli

29.02.2020 - 16:19
Mynd: Mynd: Aðsend / Mynd: Aðsend
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Kirkjufelli í Grundarfirði vegna slyss sem varð þar á fjórða tímanum í dag.

Vísir greindi fyrst frá því að þyrlan væri á leiðinni, en samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði maður með svifvængjabúnað að svífa niður af fjallinu en slasaðist í sunnanverðri hlíðinni. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, staðfesti að þyrlan hafi verið kölluð út um klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú. 

Fjölmargir sjónarvottar voru að slysinu samkvæmt heimildum fréttastofu, þar sem fjöldi erlendra ferðamanna var í grenndinni. Mikill viðbúnaður er á svæðinu vegna slyssins.

Uppfært klukkan 17.15

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er maðurinn slasaður á fæti. Hann var fluttur með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann og verður kominn þar undir læknishendur nú um klukkan hálf sex.

Meðfylgjandi myndskeið af því þegar maðurinn var hífður upp í þyrluna tók Kristján U. Kristjánsson.

Mynd með færslu
 Mynd: Mynd: Landhelgisgæslan
Frá björgunaraðgerðum í Kirkjufelli.
andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi