Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hermaður sakaður um kynferðisbrot í Reykjavík

28.05.2019 - 13:38
The Canadian patrol frigate HMCS Halifax (FFH 330) transits the Caribbean Sea Jan. 18, 2010. Halifax is taking part in Unified Response, a humanitarian assistance and disaster response operation for the earthquake survivors in Haiti. (U.S. Navy photo by Mass Communication Specialist 2nd Class Kristopher Wilson/Released)..
HMSC Halifax Mynd: Wikicommons
Liðsforingi í kanadíska hernum hefur verið ákærður vegna kynferðisbrots sem sagt er hafa átt sér stað þegar freigátan HMSC Halifax lá við höfn í Reykjavík í fyrra.

Þetta kemur fram á kanadísku fréttasíðunni Global News og vitnað er í fréttatilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Kanada.

Lögregla hóf rannsókn á málinu í október í fyrra eftir að þriðji aðili greindi frá því að skipverji hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þegar HMSC Halifax var statt í Reykjavíkurhöfn.

Rætt var við skipstjóra og yfirmenn á skipinu auk meints þolanda er skipið kom til hafnar í Belgíu snemma í nóvember.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV