Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Herjólfur fellir niður ferðir í kvöld og fyrramálið

07.01.2020 - 15:26
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Mjög hvasst er orðið í Vestmannaeyjum. Lögregla og björgunarsveitir þar hafa þó ekki fengið neina tilkynningu um fok.

Í Vestmannaeyjum á að vera einna hvassast í dag og í nótt - vindur allt að tuttugu og fimm metrum. Íbúar eru beðnir um að huga að lausamunum þá sérstaklega ruslatunnum sem ollu talsverðu tjóni í óveðrinu í desember.

Herjólfur hefur fellt niður seinni ferðina í dag til Þorlákshafnar og fyrri ferðina á morgun til að tryggja öryggi farþega og áhafnar. Staðan verður tekin á seinni ferðinni eftir hádegi á morgun. 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV