Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hera leikur dóttur Baltasars í Eiðinum

epa04609168 Icelandic actress Hera Hilmar, one of the 2015 European Shooting Stars, poses at the Ritz Carlton Hotel during the 65th annual Berlin International Film Festival, in Berlin, Germany, 08 February 2015. She will be awarded at the Berlinale on 09
 Mynd: EPA - DPA

Hera leikur dóttur Baltasars í Eiðinum

13.01.2016 - 22:14

Höfundar

Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson eru í stórum hlutverkum í nýjustu mynd Baltasars Kormáks - Eiðurinn. Tökur eru þegar hafnar en leikstjórinn sjálfur verður í aðalhlutverki. Myndin segir frá lífi læknis í Reykjavík sem tekur miklum breytingum þegar dóttir hans byrjar með hættulegum glæpamanni en Hera mun leika dóttur Baltasars. Tökur eru þegar hafnar í Reykjavík.

 

Hera hefur að mestu alið manninn erlendis þar sem hún hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Da Vinci Code. Hún var seint á síðasta ári orðuð við stórt hlutverk í kvikmynd með Ben Kingsley. 

Gísli Örn hefur sömuleiðis verið upptekinn í útlöndum að undanförnu - hann leikur til að mynda stórt hlutverk í nýjum, breskum, sjónvarpsþáttum eftir Bjólfskviðu sem sýndir eru á ITV. 

Þetta er fyrsta kvikmynd Baltasars á íslensku í tæp fjögur ár eða frá því að hann gerði kvikmyndina Djúpið. Hann hefur millitíðinni gert tvær myndir vestanhafs - 2 Guns með Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og Everest sem var vinsælasta kvikmyndin hér á landi á síðasta ári.