Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Her og lögregla dreifa eldsneyti í Portúgal

13.08.2019 - 15:53
epa07771063 A military drives a truck carrying fuel outside the headquarters of the Logistics Fuel Company (CLC) on the second day of the in Aveiras de Cima, Portugal, 13 August 2019. The Portuguese government has decreed minimum services between 50 percent and 100 percent, and declared an energy crisis. The move implies 'exceptional measures' to minimize the impact of the strike of dangerous goods drivers in order to guarantee the supply of essential services such as security forces and medical emergency.  EPA-EFE/TIAGO PETINGA
 Mynd: EPA-EFE - LUSA
Portúgölskum lögreglumönnum og hermönnum hefur verið falið að dreifa bensíni og olíu í verkfalli olíubílstjóra. Þeir lögðu niður störf í gær vegna lélegra launa og ófullnægjandi vinnuskilyrða.

Ríkisstjórnin í Portúgal gaf í dag út tilskipun sem kölluð er borgaraleg krafa. Samkvæmt henni eiga bílstjórar sem eru í verkfalli málshöfðun yfir höfði sér og allt að tveggja ára fangelsi. Jafnframt hafa lögreglumenn og hermenn verið settir undir stýri og falið að dreifa eldsneyti á bensínstöðvar. Að sögn portúgalskra fjölmiðla óku hermenn að minnsta kosti fjórtán olíubílum frá Sines olíuhreinsunarstöðinni í morgun áleiðis til Algarve. Þar er ferðamannatíminn í hámarki og aðkallandi að bílstjórar fái eldsneyti. Hver og einn má þó ekki taka nema fimmtán lítra í einu.

Verkfallið hefur einnig áhrif á flugumferð. Einungis 25 bílfarmar náðu á flugvöllinn í Lissabon í gær í staðinn fyrir 119 eins og þörf var fyrir.

Portúgalskir olíubílstjórar lögðu niður vinnu í gær og hafa ekki tilkynnt hvenær þeir hyggist snúa aftur. Þeir krefjast hærri launa og betri vinnuskilyrða. Þeir fóru í verkfall í apríl síðastliðinn. Þeir sneru aftur þegar þeim var lofað að kjörin yrðu endurskoðuð. Að þeirra sögn skiluðu aðgerðirnar engu í það skiptið.