Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Helstu tíðindi dagsins af COVID-19 - 24. mars

24.03.2020 - 08:50
Mynd með færslu
 Mynd: Sóttvarnarstofnun Evrópu
Íslensk kona lést á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær af völdum COVID-19. Konan var liðlega sjötug og hafði glímt við önnur langvarandi veikindi. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti og miðast nú við að mest tuttugu mega koma saman. Ljóst er að samkomubannið hefur mikil áhrif á samfélagið en það á að hægja enn frekar á útbreiðslu COVID-19. Fjöldinn allur af fyrirtækjum og stofnunum skellti í lás í gær.