Forystumenn ríkisstjórnarinnar hefur boðað til blaðamannafundar í Hörpu á morgun þar sem verða kynntar næstu aðgerðir vegna áhrifa af COVID-19 veirunni. Alþingi samþykkti í dag frumvarp um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda. 409 hafa greinst með kórónuveiruna á Íslandi.