Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Helgin friðsamleg um allt land

08.07.2019 - 10:43
Mynd með færslu
Frá Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Skemmtanahald fór friðsamlega fram um allt land um helgina, en fjölmargir lögðu leið sína á bæjarhátíðir víðs vegar um landið. Á Akureyri voru tvö fjölmenn fótboltamót um helgina.

8 til 10 þúsund manns komu saman á Akureyri, þar sem N1 mótið og Pollamót Þórs fóru fram. Að sögn lögreglu gekk helgin vel fyrir sig, aðeins minniháttar afskipti vegna ölvunar og fíkniefna. 

Á Akranesi voru Írskir dagar haldnir. Þar höfðu lögregla og sjúkraflutningamenn nóg að gera, en engin alvarleg mál komu upp. Metþátttaka var á stórdansleiknum Lopapeysunni á laugardagskvöld.

Á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum var töluverð ölvun, en skemmtanahald gekk þó friðsamlega fyrir sig. Lögregla giskar á að 2 til 3 þúsund manns hafi lagt leið sína til Eyja um helgina. 

Fólk kom einnig saman á Vopnaskaki á Vopnafirði, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Markaðshelgi í Bolungarvík, Dýrafjarðardögum á Þingeyri og ÓIafsvíkurdögum í Snæfellsbæ. Að sögn lögreglu á þessum stöðum gekk hátíðahald mjög vel fyrir sig. 

tryggvidg's picture
Tryggvi Dór Gíslason