Í tilkynningu sem birt var á Facebook síðu íþróttafélagsins Fylkis segir að knattspyrnudeild Fylkis og Helgi Sigurðsson hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að Helgi láti að stöfum eftir yfirstandandi tímabil. Ákvörðunin er tekin í bróðerni og sátt beggja aðila.
Helgi tók við Fylki árið 2016. Árið 2017 komst liðið upp úr 1.deildinni og hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil. Fylkir er nú í 9. sæti deildarinnar með 25 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, sjö stigum frá fallsæti.