„Við þræddum hérna einhverja stíga meðfram ströndinni þar til að við fundum hótel og fengum að skrá okkur í kvöldmat með einhverjum fínum hótelgestum til að halda upp á smá jól en ég er eiginlega spenntari fyrir jólunum á morgun hjá okkur.“
„Þá er búið að bjóða okkur í þorp hérna á eyjunni þar sem að ég veit ekkert við hverju við eigum að búast. Það verður eitthvað. Ég held að það verði bara stuð. Það verður partý allan daginn,“ segir Halla í samtali við Morgunútvarp Rásar 2.
Hún segir Ástralíu vera eins ólíka Ísafirði, sínum heimahögum, og hugsast geti. Þar sé hitabeltisloftslag; rakt og heitt, og gott veður dag eftir dag. Fordæmalausir skógar- og gróðureldar undanfarnar vikur og mánuði hafi þó tekið á.