Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heldur jól í eyríkinu Vanuatu

24.12.2019 - 08:38
Mynd: Phillip Capper / Vikipedia
Jólin eru þegar genginn í garð í Ástralíu og þar er tekið að kvölda á aðfangadag. Halla Ólafsdóttir fréttamaður er tímabundið búsett í Sidney í Ástralíu og ver jólunum í eyríkinu Vanuatu sem er 1.750 kílómetra austan við Ástralíu. Jólin fara þó formlega fram þar í landi á morgun, jóladag þann 25. desember og kveðst Halla vera spennt fyrir jólahaldinu. 

„Við þræddum hérna einhverja stíga meðfram ströndinni þar til að við fundum hótel og fengum að skrá okkur í kvöldmat með einhverjum fínum hótelgestum til að halda upp á smá jól en ég er eiginlega spenntari fyrir jólunum á morgun hjá okkur.“ 

„Þá er búið að bjóða okkur í þorp hérna á eyjunni þar sem að ég veit ekkert við hverju við eigum að búast. Það verður eitthvað. Ég held að það verði bara stuð. Það verður partý allan daginn,“ segir Halla í samtali við Morgunútvarp Rásar 2.

Hún segir Ástralíu vera eins ólíka Ísafirði, sínum heimahögum, og hugsast geti. Þar sé hitabeltisloftslag; rakt og heitt, og gott veður dag eftir dag.  Fordæmalausir skógar- og gróðureldar undanfarnar vikur og mánuði hafi þó tekið á.

epa08088730 An undated handout photo made available by the Australian Reptile Park shows a koala surrounded by Christmas decorations at the Australian Reptile Park at Somersby, north of Sydney, New South Wales, Australia (issued 24 December 2019).  EPA-EFE/AUSTRALIAN REPTILE PARK HANDOUT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - AUSTRALIAN REPTILE PARK