Heita því að mynda saman stjórn

17.12.2019 - 13:54
epa07934270 South Sudan's President Salva Kiir (R) meets with former rebel leader Riek Machar (L) in Juba, Soth Sudan, 19 October 2019. According to reports, Machar returned to Juba for meeting with Kiir ahead of a deadline to form a unity government that was expected to be on 12 November.  EPA-EFE/STR
Riek Machar (t.v.) og Salva Kiir. Mynd: EPA-EFE - EPA
Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, og Riek Machar, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hétu því í dag að mynda samsteypustjórn áður en frestur sem þeim var gefinn rynni út í febrúar.

Þeir Kiir og Machar sömdu um vopnahlé í fyrra eftir fimm ára borgarastríð, en þeir hafa ekki enn hrundið í framkvæmd lykilákvæðum samningsins að mynda saman ríkisstjórn, sameina hersveitir og láta allan fjandskap lönd og leið.

Í síðasta mánuði var þeim gefinn 100 daga frestur til þess að ljúka því verki. Fylkingar þeirra hafa að mestu haldið að sér höndum eftir samkomulagið í fyrra, en þá höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir til að stilla til friðar í Suður-Súdan.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi