Heimildarmynd um Magnús Pálsson frumsýnd á jóladag

Mynd: Steinþór Birgisson / Á skjön

Heimildarmynd um Magnús Pálsson frumsýnd á jóladag

20.12.2019 - 13:28

Höfundar

Magnús Pálsson  myndlistarmaður verður níutíu ára á jóladag. Þann dag verður ný heimildarmynd um þennan áhrifamikla listamann frumsýnd í Bíó paradís.

Myndin nefnist Á Skjön en leikstjóri hennar Steinþór Birgisson hefur unnið með Magnúsi undanfarinn aldarfjórðung. „Myndin er ofin saman úr nokkrum ólíkum þráðum. Efnið er allt tekið upp á síðustu sex eða sjö árum, stór hluti af myndinni hverfist í kringum gjörninga sem voru settir upp á Listahátíð í Reykjavík 2013. Það voru stór verk sem kröfðust mikils mannafla. Þetta var allt tekið upp og úr því fæddist mynd sem er tilraun til að koma Magnúsi og hans hugrenningum um lífið og tilveruna til fólks.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Steinþór Birgisson.

Steinþór lýsir Magnúsi sem einstaklega hógværum manni en um leið sé í verkum hans „óskaplega sterk krafa um að líta á hlutina öðruvísi en þú ert vanur að gera, sjá aðra hlið á þeim. Það er það sem hann er sem listamaður fyrir mér og þannig hefur hann haft mikil áhrif á hvernig ég hugsa og fjölda annarra. Á sama tíma tekur hann sig svo lítið hátíðlega. Það er alltaf gaman í kringum hann.“

Rætt var við Steinþór í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: Steinþór Birgisson - Á skjön
Kveikjan að myndinni var að Steinþór myndaði risastóra gjörninga Magnúsar Pálssonar á Listahátíð í Reykjavík 2013.
Mynd með færslu
 Mynd: Steinþór Birgisson - Á skjön

Tengdar fréttir

Myndlist

Andleg vísindi og mannspeki í Gerðarsafni

Myndlist

Fyrsti þverfaglegi listamaðurinn

Tónlist

Eitthvað úr engu, Dansflokkurinn og kef LAVÍK

Myndlist

Ég held að þetta hafi bara verið gaman