Myndin nefnist Á Skjön en leikstjóri hennar Steinþór Birgisson hefur unnið með Magnúsi undanfarinn aldarfjórðung. „Myndin er ofin saman úr nokkrum ólíkum þráðum. Efnið er allt tekið upp á síðustu sex eða sjö árum, stór hluti af myndinni hverfist í kringum gjörninga sem voru settir upp á Listahátíð í Reykjavík 2013. Það voru stór verk sem kröfðust mikils mannafla. Þetta var allt tekið upp og úr því fæddist mynd sem er tilraun til að koma Magnúsi og hans hugrenningum um lífið og tilveruna til fólks.“