Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Heilluð af sögu Fransmanna á Vestfjörðum

21.11.2016 - 11:04
Mynd: RÚV/Landinn / RÚV
„Það er eitthvað sem rekur á eftir mér. Ég á bara að vera að safna þessum heimildum," segir María Óskarsdóttir grúskari á Patreksfirði sem hefur undanfarin ár verið heilluð af sögu franskra sjómanna á Vestfjörðum. Þetta áhugamál hefur undið svo upp á sig að heimili hennar er orðið að hálfgerðu safni. Þar tekur María á móti gestum og sýnir þeim muni sem tengjast sögu Fransmanna á Íslandi.

Mestur tími hefur þó farið í að safna sögum af samskiptum Íslendinga og Frakka. Hún er búin að gefa út eina bók og á efni í að minnsta kosti tvær í viðbót. „„En síðan hef ég verið að einbeita mér meira að því núna að finna hvar voru Fransmannagrafir," segir María en þegar sjómenn létust um borð í skútunum var oft skutlast með þá stystu leið í land og þeir jarðaðir í fjöruborðinu. 

Landinn heimsótti Maríu á Patreksfjörð. Þáttinn í heild má sjá hér

thorgunnuro's picture
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður