Heildarsektir 45 ökumanna þrjár milljónir

14.08.2019 - 08:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Í gær voru 45 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Heildarsekt þeirra nemur samtals þremur milljónum króna.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. 

Þar segir meðal annars að stærstur hluti ökumannanna hafi verið erlendir ferðamenn. Sá sem ók hraðast var mældur á 152 kílómetra hraða á Mýrdalssandi. Tveir aðrir voru einnig mældir á sviptingarhraða, þeir voru á 146 og 147 kílómetra hraða. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi