Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja lokar almennri móttöku

17.03.2020 - 12:01
Úr umfjöllun Kveiks um offituaðgerðir.
 Mynd: Kveikur - RÚV
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík og Grindavík hefur gert talsverðar breytingar á almennri móttöku og vaktþjónustu vegna neyðarstigs almannavarna og útbreiðslu COVID-19.

Búið er að loka tímabundið fyrir almenna móttöku og vaktmóttökufyrirkomulagi breytt. Tímum í sykursýkismóttöku og til háls-, nef- og eyrnalækna hefur verið aflýst, en fjarþjónusta verður efld.

 Til að draga úr smithættu skjólstæðinga og starfsfólks verður nú haft samband við alla þá sem eiga bókaða tíma og reynt að leysa erindið símleyðis ef mögulegt er. Fólki í neyð sem leitar á heilsugæslu er þó alltaf sinnt, en einnig bent á að hringja í 112 ef um neyðartilvik eru að ræða.