Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Heiðruð fyrir framlag til samstarfs og vináttu

24.09.2019 - 17:22
Mynd með færslu
 Mynd: Inga Dóra Markussen
Hjónin Benedikte Thorsteinsson Abelsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson hafa verið sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Grænlendinga og Íslendinga. 

Benedikte og Guðmundur hafa búið síðustu áratugi í Nuuk, en bjuggu lengi á Íslandi og eru þrjú af fjórum börnum þeirra fædd á Íslandi. Þau bjuggu einnig í Danmörku þar sem þau kynntust þegar Benedikte var við nám og Guðmundur við vinnu. Benedikte sat á þingi og var um tíma félagsmálaráðherra í grænlensku landsstjórninni. Síðustu ár starfaði hún á aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk. Guðmundur er forstöðumaður Kofoeds Skole í Nuuk, sem hjálpar þeim sem hafa orðið utanveltu til að aðlagast samfélaginu á ný. Bæði eru þau vel þekkt á Grænlandi.