Hefur gefið saksóknara skýrslu um Samherja

Mynd með færslu
 Mynd: Stefán Drengsson - RÚV
Héraðssaksóknari hefur mál Samherja til meðferðar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssóknari. Hann segir í samtali við fréttastofu að það sem kom fram í þætti Kveiks verði tekið til rækilegrar skoðunar, auk annarra gagna sem embættið hefur aflað sér.

Jóhannes Stefánsson, sá sem lak Samherjaskjölunum til Wikileaks, hefur þegar gefið saksóknara skýrslu um aðkomu sína að Samherja. Þetta staðfestir lögmaður Jóhannesar í samtali við fréttastofu.

Í umfjöllun Kveiks um Samherjaskjölin kom fram að yfirvöld á Íslandi, í Noregi og í Namíbíu hefðu vitneskju um málið. Samkvæmt gögnunum hefur Samherji greitt háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Namibíu hundruð milljóna í þeim tilgangi að komast yfir eftirsóttan fiskveiðikvóta.

Þetta sýna gögn sem lekið var til Wikileaks og Kveikur hefur rannsakaði að undanförnu og byggir umfjöllun sína á. Rannsóknin var gerð í samvinnu við Al Jazeera Investigates og Stundina.

Samherji hefur hagnast verulega á starfsemi sinni í Namibíu og notfært sér alræmt skatta skjól

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
milla.osk's picture
Milla Ósk Magnúsdóttir
Fréttastofa RÚV
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi