Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Hátt í þreföldun ferðamanna á fimm árum

08.11.2015 - 19:36
Mynd: RÚV / RÚV
Útlit er fyrir að erlendir ferðamenn á Íslandi verði hátt í þrefalt fleiri á næsta ári en 2011. Ferðaþjónustan segir að frekari styrking krónu gagnvart evru sé áhyggjuefni, en að Bretar og Bandaríkjamenn eigi þó eftir að bera uppi fjölgunina.

Það er dýrt að ferðast til Íslands, en var sérstaklega dýrt fyrir hrun, þegar gengi krónunnar var mjög hátt. Ferðaþjónustan hefur blómstrað eftir að gengið féll, þótt fleira hafi áhrif, eins og markaðssetning og almennt aukin vitund heimsins um Ísland. Krónan hefur styrkst talsvert gagnvart evru síðan í sumar og gæti haldið áfram að styrkjast. Gæti það fælt ferðamenn frá Íslandi? Leitað er svara við því í sjónvarpsfréttinni hér að ofan.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV