Hátt í 40 bílar í biðröð fyrir vestan

18.03.2020 - 17:28
Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV
Á fjórða tug bíla eru í röð í Skötufirði og hafa verið þar stopp síðan á þriðja tímanum í dag. Hátt í 30 fólksbílar og átta flutningabílar.

Þó nokkur snjóflóð hafa fallið undir Fossahlíð. Samkvæmt Vegagerðinni er þar unnið að mokstri og vonast til þess að hægt verði að opna um eða eftir kvöldverðarleiti.

Mjög snjóþungt er fyrir vestan eftir veðurofsa síðustu daga og hefur verið unnið að mokstri síðan í morgun. Búið er að opna Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði og Klettsháls og eins Gemlufallsheiði. Þá er nú verið að ryðja Flateyrarveg sem hefur verið lokaður vegna snjóflóðahættu síðustu daga.

Veður hefur heldur skánað fyrir vestan en enn er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu og hættustig á Flateyri.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi