Lungann úr fundinum fengu þeir Matthías Haraldsson og Klemens Nikulásson Hannigan talsmenn sveitarinnar auðveldar spurningar frá spyrlinum en þegar síga fór á seinni hlutann var opnað fyrir spurningar úr sal. Fjölmargir blaðamenn vildu spyrja sveitina bæði út í sviðssetningu þeirra, fyrstu æfinguna en einnig út í hið pólitíska og eldfima ástand sem ríkir hér fyrir botni Miðjarðarhafs.