Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hatari vermir sjötta sæti veðbanka

epa07571167 Hatari of Iceland perform during the First Semi-Final of the 64th annual Eurovision Song Contest (ESC) at the Expo Tel Aviv, Israel, 14 May 2019. The Second Semi-Final takes place on 16 May, and the Grand Final is held on 18 May.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
 Mynd: EPA - RÚV

Hatari vermir sjötta sæti veðbanka

18.05.2019 - 09:33

Höfundar

Í kvöld fer fram úrslitakeppni Eurovision í Tel Aviv í Ísrel og þá ræðst jafnframt hver ber sigur úr býtum í þessari 64. Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Framlag Íslands til kepninnar í ár, Hatrið mun sigra með Hatara, verður sautjánda atriði á svið en tuttugu og sex þjóðir keppa til úrslita.

Í kvöld keppir Ísland til úrslita i fyrsta skipti í fimm ár. Mikil spenna og eftirvænting hefur verið fyrir Hatara í undanfara keppninnar og hafa bæði pólitískar yfirlýsingar og djarfur klæðnaður gjörningarhópsins vakið athygli. Þá er langt síðan Íslandi hefur verið spáð jafn góðu gengi af veðbönkum en lagið hefur að undanförnu haldist innan tíu efstu sæta veðbanka. Þegar þetta er ritað vermir Hatari sjötta sæti veðbanka en lagið sat í gær í áttunda sæti og hefur því skotist upp um tvö sæti í nótt. Langflestir spá hinum hollenska Duncan Laurence með lagið Arcade sigri. Önnur lönd sem sitja ofarlega á lista eru Svíþjóð, Ástralía, Rússland, Ítalía og Sviss. 

Í gær var dómararennsli  úrslitakeppninnar. Þá horfðu dómnefndir allra keppnislanda á öll atriðin og gáfu þeim stig. Sem fyrr gilda atkvæði dómnefndarinnar helming á móti símaatkvæðium almennings og því jafn mikilvægt að dómararennslið gangi vel líkt og flutningur kvöldsins. 

Bein útsending frá úrslitakeppni Eurovision hefst kl. 19:00 á RÚV og RÚV.is.  Útsendingin er sýnd á sama tíma á RÚV 2 á ensku. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Íslendingar í útlöndum geta horft á útsendingu RÚV á RÚV.is. 

Tengdar fréttir

Popptónlist

Hatari mætir dómnefnd í annað sinn í kvöld

Tónlist

Þessi lög þykja sigurstranglegust í kvöld

Menningarefni

Próf: Í hverju áttu að mæta í Júrópartýið

Popptónlist

Veðbankar bjartsýnni á að Hatrið sigri