Hatari og Keiino á úrslitakvöldinu

Myndir sem sjónvarpsstöðin KAN sendi okkur
 Mynd: Ohad Kab - KAN

Hatari og Keiino á úrslitakvöldinu

17.02.2020 - 15:56

Höfundar

Nú hefur verið ákveðið í hvaða röð lögin fimm koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar 2020 sem fara fram í Laugardalshöll 29. febrúar. Þar mun koma í ljós hvaða lag verður fulltrúi Ísland í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí.

Mikið verður um dýrðir á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en auk laganna fimm sem keppa mun Hatari, sigurvegari keppninnar í fyrra og norska sveitin Keiino, sem hlaut flest símaatkvæði áhorfenda í Eurovision söngvakeppninni í fyrra, stíga á svið.

Höfundar laganna hafa nú ákveðið á hvaða tungumáli lögin verða flutt í úrslitunum en reglur keppninnar kveða á um að á úrslitakvöldinu skulu öll lögin vera flutt á því tungumáli  sem höfundur hyggst flytja lagið í Eurovision söngvakeppninni í Rotterdam, sigri lagið hér heima.  Fjögur laganna verða flutt á ensku í úrslitunum í ár og eitt á íslensku.


Keppnisröð laganna er eftirfarandi:

Mynd:  / 

Meet me halfway – Ísold og Helga
Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
Enskur texti: Birgir Steinn Stefánsson, Ragnar Már Jónsson og Stefán Hilmarsson
Kosninganúmer: 900-9901

Mynd:  / 

Think about things – Daði og Gagnamagnið
Lag: Daði Freyr
Enskur texti: Daði Freyr
Kosninganúmer: 900-9902

Mynd:  / 

Echo – Nína
Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez
Enskur texti: Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan og Sanna Martinez
Kosninganúmer: 900-9903

Mynd:  / 

Oculis Videre – Iva
Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
Enskur texti: Richard Cameron
Kosninganúmer: 900-9904

Mynd:  / 

Almyrkvi – Dimma
Lag: Dimma
Íslenskur texti: Ingó Geirdal
Kosninganúmer: 900-9905

Kosningafyrirkomulagið verður eins og í fyrra.  Alþjóðleg dómnefnd, sem tilkynnt verður á keppnisdegi, vegur helming á móti símakosningu almennings í fyrri hluta úrslitanna. Þau tvö lög sem fá flest stig fara þá áfram í svokallað einvígi og þá hefst önnur kosning á milli þeirra tveggja . Í þeirri kosningu gilda eingöngu símaatkvæði almennings en atkvæðin sem lögin fengu í fyrri kosningunni fylgja lögunum inn í einvígið. Það verður því stigahæsta lag kvöldsins sem fer með sigur af hólmi.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Lögregla, Matti Matt hefur verið rændur“

Popptónlist

Íva, Daði og Nína áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Popptónlist

Ísold og Helga og Dimma áfram í úrslit Söngvakeppninnar