Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hasarmynd með hjarta og góðum skylmingaatriðum

Mynd: RÚV / RÚV

Hasarmynd með hjarta og góðum skylmingaatriðum

07.12.2019 - 10:34

Höfundar

„Ég gekk út hreinlega í leiðslu, það var eitthvað mjög sérstakt sem átti sér stað,“ segir Þór Breiðfjörð um þegar hann sá fyrst hina ódauðlegu ævintýramynd frá áttunni, Highlander, sem sýnd verður í Bíóást á RÚV á laugardagskvöld.

Í Highlander segir af ódauðlegum bardagamönnum sem lifa að eilífu ef þeir komast hjá því að láta afhöfða sig. Christopher Lambert leikur Skota sem fæðist á 15. öld og fær þjálfun í bardagalistum en stór hluti myndarinnar gerist í New York í nútímanum þegar myndin var gerð, 1987. „Þetta var eitthvað sem átti ekki að virka en gerði það samt, mjög skrýtin samsetning,“ segir Þór. „Þarna var Christopher Lambert, Frakki að leika infæddan Skota og svo skoski leikarinn Sean Connery sem átti að vera spænskur. En það var bara eitthvað við orkuna og leikinn hjá þeim tveimur auk vonda kallsins sem var leikinn af Clancy Brown.“

Þór segir kvikmyndatökuna og skapandi klippingar ljá myndinni einstakan blæ og ekki síður tónlist Queen. Þar má heyra Freddy Mercury syngja New York, New York, auk laga eins og It's a kind of Magic og Who Want's to Live Forever sem voru samin sérstaklega fyrir myndina. „Þetta er naglasúpa sem ætti ekki að ganga upp en varð eitthvað sem virkaði.“ Þór segist hafa sérstakt dálæti á skylmingaratriðum. „Vel gerðum þar sem þú sérð menn að skylmast en ekki bara nærtökur og læti. Þær eru nokkrar mjög góðar þarna.“ Eitt af því sem gangi svo vel upp sé að hún búi yfir alvöru söguþræði, „sem snertir hjartað, en þeir blanda saman gríni á réttum augnablikum. Þetta er hasarmynd með hjarta og góðum skylmingaratriðum.“

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Bíóást: Bill Murray stelur senunni

Kvikmyndir

Bíóást: Fluga á vegg í lífi fólks í tólf ár

Kvikmyndir

Bíóást: Ástaróður til kvikmyndalistarinnar

Kvikmyndir

Bíóást: Hugh Grant með íkoníska lubbann sinn