
Harðbýll og snjóþungur Sölvadalur
Snjóflóð, skriðuföll og hamfarir
Sölvadalur er lítill dalur innst í Eyjafirði. Hann er mjög harðbýll og þegar mest var voru þar níu bæir í byggð. Dalurinn gengur til suðausturs úr úr Eyjafjarðardal og er um 25 kílómetra langur og nokkuð víður yst, er fram kemur á Wikipediu-síðu um dalinn. Þar segir:
Dalurinn væri ætíð harðbýll og hættulegur einkum vegna skriðufalla. Miklar skriður féllu að austanverðu árið 1934 og hjá Björk féll mikið skriða 1866. Snjóflóð drap fé á Draflastöðum 1877 og áður eru nefnd skriðuföll um 1950. Ægilegt snjóflóð féll á Ánastaði 1871 og var það um 540 faðma breitt. Það braut hús, banaði fé en mannbjörg varð með naumindum. Allir bæir austan Núpár voru komnir í eyði um og fyrir 1930.
Verið að kalla að fólk frá landinu öllu
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nú sé verið að skipuleggja vaktaskipti svo leit geti haldið áfram.
„Eins og er eru tugir björgunarsveitarmanna að leita og fleiri á leiðinni. Aðstæður eru mjög erfiðar og enn er verið að kalla fólk víðsvegar að af landinu að taka þátt í leitinni, sem voru að sinna öðrum störfum vegna óveðursins,” segir hann. „Um sexleytið í morgun fóru hópar frá Reykjavík og fleiri stöðum á landinu, en það er mikið álag á björgunarsveitunum, eins og gefur að skilja.”
Voru að hreinsa frá inntaki
Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að tilkynning hafi borist um tíuleytið í gærkvöldi.
„Það er þarna heimarafstöð og lón og stíflumannvirki sem að þeir voru að vinna við að hreinsa krapa frá inntaki. Þeir stóðu þarna upp á veggnum og öðrum þeirra tókst að forða sér undan bylgjunni og hinum ekki og lenti þarna ofan í ánni sem tók hann með sér. “