Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Hannes samdi við Sandnes Ulf

Mynd með færslu
 Mynd:

Hannes samdi við Sandnes Ulf

03.12.2013 - 15:21
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er orðinn leikmaður norska úrvalsdeildarlisins Sandnes Ulf. Hannes skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið en hann Sandnes Ulf og KR komust að samkomulagi um kaupverð á Hannesi á föstudag.

Hannes æfði með Sandnes Ulf í október, en æfingarnar voru hluti af undirbúningi hans fyrir leiki landsliðsins gegn Krótaíu í umspilinu fyrir HM.

Norðmennirnir hrifust að frammistöðu hans á áæfingunum, auk þess að hafa séð upptökur af leikjum hans til viðbótar við frammistöðuna í Króatíuleikjunum og ákváðu í framhaldinu að reyna að fá hann til félagsins.

Roger Eskeland, markmannþjálfari félagsins, hrífst að hugarfari Hannesar og markmannshæfileikum og er mjög ánægður með kaupin á leikmanninum og telur þau vera merki um að félagið ætli sér stóra hluti í framtíðinni.