Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hannes Buff - S.H. Draumur og Led Zeppelin

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Hannes Buff - S.H. Draumur og Led Zeppelin

25.10.2019 - 16:14

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Hannes Friðbjarnarson trommuleikari hljómsveitarinnar Buff sem fagnar 20 ára afmæli sínu með tónleikum núna um helgina og um næstu helgi.

Plata þáttarins er Led Zeppelin II, önnur breiðskífa Led Zeppelin sem gefin var út fyrir nákvæmlega hálfri öld, 50 árum og nokkrum dögum. Hún kom út 22. október 1969 í Bandaríkjunum, en 31. október í Bretlandi.

Platan var tekin upp hér og þar, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum frá janúar og fram í ágúst ´69 meðan sveitin fór fjóra túra um Evrópu og þrjá um Bandaríkin. Það var yfirleitt bara tekið upp eitt lag í einu í hverju stúdíói og lögin voru samin flest í þessum tónleikaferðalögum.

Jimmy Page gítarleikari er skráður upptökustjóri en upptökumaður var Eddie Kramer sem átti eftir að taka upp margar plötur í kjölfarið, bæði Led Zeppelin plötur og aðrar plötur.

Það eru engir aðrir en hljómsveitarmeðlimirnir fjórir sem spila á plötunni; Jimmy Page (gítar), Robert Plant (söngur, munnharpa), John Paul Jones (bassi, hljómborð) og John Bonham (trommur).

6 af 9 lögum plötunnar eru skrifuð á hljómsveitina, hin þrjú eru endurgerðir Chicago blúsar eftir Willie Dixon og Howlin Wolf, (Whole lotta love, The Lemon song og Bring it on home).

Led Zeppelin II er almennt talin þyngsta plata Led Zeppelin, mesta rokkplatan og þetta er platan sem hefst á Whole Lotta Love sem hefur sað geyma eitt af þekktustu gítar-riffum (frösum) rokksögunnar. Whole Lotta Love var gefið út á smáskífu íu Bandaríkjunum og náði inn á topp 10 þar sem og í mörgum öðrum löndum þar sem lagið kom út á lítilli plötu. En það er gaman að geta þess að Zeppelin gaf aldrei út smáskífu í Bretlandi, stefna hljómsveitarinnar var sú að fólk myndi kaupa stóru plöturnar ef það ætlaði sér á annað borða að hlusta á þessa hljómsveit. Led Zeppelin II náði toppsæti vinsældalistanna í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum t.d.

Sá sem hannaði umslagið; David Juniper, var tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir það 1970.

Platan hefur í dag selst í meira en 12 milljónum eintaka og er í rokksögulegu samhengi ein besta og áhrifamesta plata rokksögunnar.

Fyrsta plata sveitarinnar; Led Zeppelin, kom út 12. Jánúar sama ár, 1969.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með hljómsveitinni Yes.

Hér er lagalistinn:
Dead Sea Apple - Dear God
Steve Miller Band - Jet airliner
The Blue Stones - Shakin´ off the rust
The Rolling Stones - Soul Survivor
Aerosmith - Sweet emotion
Grísalappalísa - Í fýlu
Led Zeppelin - Heartbreaker (plata þáttarins)
Neil Young - Olden days
J. Geils Band - Wammer Jammer
SÍMATÍMI
Amyl & the Sniffers - I got you
Nirvana - Smells like teen spirit (óskalag)
Deep Purple - Highway star (óskalag)
Led Zeppelin - Ramble on (óskalag)
Pink Milk - I wan´t to know what love is
Hellacopters - Midnight angels
A+B
Yes - Owner of a lonley heart (A)
Yes - Our song (B)
Thin Lizzy - Black rose (óskalag)
GESTUR FUZZ - HANNES BUFF - SH DRAUMUR - GOÐ
AC/DC - Rock´n roll ain´t noise pollution
HANNES II
SH. Draumur - Engin ævintýr
HANNES III
SH. Draumur - Öxnadalsheiði
Pink Street Boys - Á rúntinum
Led Zeppelin - Living loving maid (plata þáttarins)
David Bowie - Scary monsters (And super creeps)
Blóð - Takk Óli Palli
AC/DC - If you wan´t blood (you got it) (óskalag)

Tengdar fréttir

Tónlist

Camilla Stones - No Doubt og REO Speedwagon

Tónlist

Una Stef - Beatles - Arcade Fire og Tornados

Tónlist

Bibbi - Bad Religion og Manics

Tónlist

Svanhildur Hólm, Maiden, Cult og Nirvana