Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hannah Gadsby í Eldborg

Mynd með færslu
 Mynd: netflix

Hannah Gadsby í Eldborg

11.06.2019 - 12:22

Höfundar

Grínistinn Hannah Gadsby kemur fram í Eldborg í Hörpu í haust og flytur þar nýtt uppistand.

Hannah Gadsby er væntanleg til landsins 18. október. Þá heldur hún nýja uppistandssýningu í Eldborgarsal Hörpu, sem ber nafnið Douglas, og hefur fengið jákvæð viðbrögð víðast hvar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Gadsby, sem er frá Ástralíu, setti allt á hliðina þegar uppistandið hennar Nanette varð aðgengilegt á Netflix í fyrra. Uppistandið átti að verða hennar síðasta en hún ákvað að halda áfram í gríninu eftir óvænta velgengni Nanette.

Hún hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Please Like Me og var kynnir í þremur heimildarmyndum sem voru byggðar á gamansömum fyrirlestrum um listina, sem hún flutti í mörgum virtustu listagalleríum heims. Hannah hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Comedy Special Of The Year, Best Comedy Show og Best Comedy Performer.

Miðasala hefst föstudaginn 14. júní.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Pláss fyrir viðkvæmni

Sjónvarp

Fullkomið uppistand á #metoo-tímum