Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hanna Birna farin í frí til útlanda

24.11.2014 - 18:05
Mynd með færslu
 Mynd:
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, er farin til útlanda í frí, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, leysir hana af. Enginn hefur sinnt starfi innanríkisráðherra frá því Hanna Birna sagði af sér á föstudag.

Hanna Birna er lögformlega enn ráðherra og ber ábyrgð á ráðuneytinu þar til hún verður leyst undan skyldum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Bjarni Benediktsson sagði eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins í dag að hann vonaðist til að eftirmaður hennar yrði skipaður eftir næstu helgi.