Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Handtökur vegna dauða 39 Víetnama

04.11.2019 - 09:50
Erlent · Asía · Bretland · Víetnam
epa07943576 Police drive the lorry container along the road from the scene in Waterglade Industrial Park in Grays, Essex, Britain, 23 October 2019. A total of 39 bodies were discovered inside a lorry container in the early hours of this morning, and pronounced dead at the scene.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
Flutningabíllinn sem fólkið fannst í. Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Víetnam hafa handtekið átta manns til viðbótar í tengslum við rannsókn á dauða 39 Víetnama sem fundust látnir í kæligámi flutningabíls í Essex á Englandi í síðasta mánuði. Fyrir helgi voru tveir menn handteknir vegna málsins í Víetnam.

Ríkisfjölmiðlar hafa eftir yfirmanni í lögreglu að upplýsingar sem hinir handteknu hafi veitt verði nýttar til að uppræta hópa sem staðið hafi á bak við ólöglega flutninga á fólki til Bretlands.

Yfirvöld í Bretlandi hafa ákært tvo menn fyrir manndráp vegna dauða fólksins og leitað er tveggja til viðbótar.