Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Handtekinn fyrir að áreita áhöfn og farþega

24.02.2016 - 09:06
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið flugfarþega sem var að koma með flugi frá Gdansk. Maðurinn var ölvaður í fluginu og hafði áreitt farþega og áhöfn vélarinnar, segir í tilkynningu lögreglu.

 

Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann svaf úr sér og var sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Þá óskaði leigubílstjóri, sem ekið hafði ölvuðu, erlendu pari frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eftir aðstoð lögreglu því á greiðslukorti sem það framvísaði var ekki nóg innstæða fyrir fargjaldinu. Í tilkynningu kemur fram að konan hafi haldið því fram að samferðamaður hennar hefði týnt öðru korti sem á væri innstæða. Maðurinn afhenti lögreglu veski sitt og þar reyndist týnda kortið vera. Bílstjórinn fékk því greiðslu fyrir aksturinn, segir í tilkynningunni. 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV