Halda áfram að hífa báta þegar veðuraðstæður leyfa

19.01.2020 - 12:04
Báturinn Blossi færður upp á Flateyrarbryggju eftir snjóflóðin í janúar 2020.
 Mynd: Elsa María Guðlaugs Drífudót - RÚV
Beðið er eftir að veður skáni á Flateyri svo hægt sé að halda áfram að hífa báta upp úr höfninni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Í gær tókst að hífa Blossa ÍS 225 upp og færa á bryggjukantinn á höfninni. Kafarar bundu einnig stálbátinn Eið ÍS 126 fastan við bryggjuna undir kvöld í gær. Það var gert til þess að hann reki ekki í burt.

Hinir bátarnir fimm eru enn óhreyfðir síðan flóðin féllu.

Gul viðvörun er enn í gildi á Vestfjörðum og verður það til sjö í kvöld. Önnur gul viðvörun tekur síðan gildi klukkan níu á morgun. Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur voru lokaðir í nótt vegna snjóflóðahættu en voru opnaðir að nýju í morgun.

elsamd's picture
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi