
Í frétt á vef Yeni akit segir að síða Isavia hafi legið niðri í nokkrar klukkustundir í dag. Það er er rekið til árása Anka Neferler Tim.
Á Twitter-síðu hakkarahópsins eru nokkrar færslur þar sem fjallað er um árásir á íslenskar síður. Þar er tiltekið að hluta vefs Isavia hafi verið lokað og að árásunum verði haldið áfram.
Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var gerð ddos árás á vef fyrirtækisins, þar sem árás nokkur þúsund sýndarnotenda er gerð á síðuna. Vefurinn er að mestu sýnilegur notendum eins og staðan er núna. Þó getur fólk lent í vandræðum með að komast inn á síðuna í einhverjum tilfellum. Tæknimenn Isavia hafa unnið að því að verjast árásum á síðuna.
Uppfært 21:49 Fleiri lentu í vandræðum en Isavia í kvöld. Vefur Sunnlenska liggur niðri. Á facebook-síðu fjölmiðilsins segir að Sunnlenska hafi fengið heimsókn frá tyrkneskum hakkara. Slökkt var á vefnum meðan unnið er að lausn málsins.