Athugið þessi frétt er meira en 13 ára gömul.

Háir gufubólstrar stíga upp

06.06.2010 - 21:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Háir gufubólstrar stíga nú upp úr Eyjafjallajökli og telur Ómar Ragnarsson að þeir nái upp í fimmtán til tuttugu þúsund fet. Fyrst og fremst er þetta gufa, en neðst kann að leynast aska. Einhver virkni hefur verið í Eyjafjallajökli í dag, en hún hafði nær alveg dottið niður í nótt og í morgun. Enn eru einhverjar sprengingar í gígnum - smágos og lítil kvika kemur upp. Gunnar Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni segir að kvika sé á hreyfingu í gosrásinni og smágos komi upp af og til.