Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, bað þá Baldvin um að hafa sig hægan eins og sést og heyrist á meðfylgjandi myndbandi.
Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var mál útgerðarfélagsins Samherja til umfjöllunar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2018 að Seðlabanki Íslands hafi ekki haft heimild til að leggja stjórnvaldssekt á Samherja. Gjaldeyriseftirlit bankans taldi Samherja hafa brotið gjaldeyrislög og gerði húsleit hjá fyrirtækinu árið 2012. Seðlabankinn sendi tvívegis kæru til Sérstaks saksóknara, sem endursendi þær.
Umboðsmaður Alþingis sat fyrir svörum eftirlits- og stjórnsýslunefndar Alþingis fyrr á árinu. Í máli hans kom fram að stjórnsýslu Seðlabankans í málinu hefði verið ábótavant. Þá hefðu vinnubrögð Seðlabankans, sem og skýringar bankans til umboðsmanns, verið gagnrýniverðar.