Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Hafa verið að vinna að þessu í allan vetur“

03.11.2019 - 12:49
Innlent · jól
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - RÚV
Mannfjöldi var samankominn á jólabasar Hringsins á Grand hóteli í Reykjavík í hádeginu í dag. Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, segir undirbúning hafa gengið vel. „Þær þær hafa verið að vinna að þessu í allan vetur,“ segir hún um jólaföndrið og prjónavörurnar sem verði boðnar til sölu á basarnum, sem markar upphaf jólanna fyrir mörgum.

„Nú erum við að bjóða upp á vörurnar sem þær hafa verið að föndra og búa til, og baka um helgina. Það er óheyrilega mikið af kökum hérna.“

Anna segir að aðsóknarmet hafi verið sett í fyrra. Á basarnum séu einnig seld jólakort Hringsins og í fyrsta sinn séu nú seldar jólanælur Hringsins. 

Það sem af er ári hefur Hringurinn veitt styrki upp á 57 milljónir króna. Stærsti styrkurinn var 20 milljónir sem Vökudeild Landspítalans fékk í tilefni af 115 ára afmæli Hringsins.  Peningarnir fóru í kaup á hitakössum og borðum.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV