Hafa áhyggjur af aksturslagi í Hrísey

14.08.2019 - 12:12
Mynd með færslu
 Mynd: Guðrún Hannesdóttir/Hrund Tei
Hverfisráð Hríseyjar hefur lýst yfir áhyggjum af aksturslagi sumra íbúa í eyjunni. Í bókun sem skráð var í fundargerð ráðsins fyrr í sumar kemur einnig fram að mörgum þyki lögreglan ekki nægilega sýnileg á svæðinu.

Ekki með fasta viðveru í Hrísey

Samkvæmt heimildum fréttastofu snúast áhyggjur íbúa meðal annars að hraðakstri og akstri undir áhrifum áfengis og vímuefna. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir að ekkert formlegt erindi hafi borist frá hverfisráði í Hrísey. Hún segir umkvartanir hafa borist embættinu símleiðis og að þeim erindum hafi verið fylgt eftir.

„Við erum ekki með fasta viðveru í Hrísey en sinnum þeim útköllum sem koma,“ segir Halla Bergþóra. 

 

Óðinn Svan Óðinsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi