Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum

13.03.2020 - 13:40
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur hlaðist upp undir háspennulínur á svæðinu. Þar sem vírinn er lægstur er hann kominn niður fyrir tvo metra og RARIK biður fólk að gæta sín.

RARIK biðlar til fólks að sýna varkárni þegar ferðast er um Þverárfjall á Skaga. Mikil snjósöfnun hefur verið síðustu daga og hefur snjór hlaðist upp undir háspennulínur á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar. 

„Snjór á þessu svæði er nú orðinn svo mikill að vírinn þar sem hann er lægstur er kominn niður fyrir tvo metra. Það verður reynt að ryðja snjó undan línunni ef aðstæður leyfa og verður það líklega gert mánudaginn“ segir í tilkynningu frá RARIK í gær.

Úlla Árdal
Fréttastofa RÚV