Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hætta vegna snjósöfnunar á Austurlandi

24.03.2020 - 22:49
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Mikill snjór er nú í fjöllum á Austurlandi. Snjór hefur meðal annars hlaðist upp undir Borgarfjarðarlínu sem liggur frá Héraði til Borgarfjarðar eystri í Sandadal, í Sandaskörðum og yfir í Hólalandsdal.

Í tilkynningu frá RARIK kemur fram að þar sem vírinn er lægstur er hann kominn niður fyrir 1,5 metra. „Fólk sem á leið um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni,“ segir í tilkynningu RARIK.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV