Í kvöld og nótt kemur til með að snjóa nokkuð drjúgt suðvestanlands og meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við skafrenningi um tíma í kvöld, meðal annars á Hellisheiði. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að við þessar aðstæður sé hætt við ófærð á götum í nótt og fyrramálið.