Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hætt við ófærð í höfuðborginni í nótt og í fyrramálið

23.02.2020 - 10:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Í kvöld og nótt kemur til með að snjóa nokkuð drjúgt suðvestanlands og meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við skafrenningi um tíma í kvöld, meðal annars á Hellisheiði. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að við þessar aðstæður sé hætt við ófærð á götum í nótt og fyrramálið.
Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV