Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Hætt við að panta Dreamliner

26.05.2011 - 12:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu við norska flugfélagið Nowegian Air Shuttle um að ganga inn í pöntun félagsins á þremur Boeing 787 Dreamliner flugvélum.

Gengið var frá pöntunum á þessum vélum snemma árs 2005 og stóð þá til að afhenda þær fimm árum seinna, árið 2010. Samið var fyrst um tvær vélar en síðan um kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Þessi vél hefur verið kynnt sem tímamót í flugsamgöngum. Hún sé stærri og það langfleyg að hún geti nánast flogið beint milli hvaða tveggja borga sem er í heiminum. Þá er tækni- og afþreyingarbúnaður af fullkomnasta tagi.


Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið um nokkurra ára skeið að hætta við að kaupa Dreamliner vélarnar. Ávinningur af þessum pöntunum hafi verið framseldur til bankanna þegar fyrirtækið var endurskipulagt í fyrra. Þessi viljayfirlýsing feli það í sér að Icelandair Group er ekki lengur í ábyrgð fyrir fjármögnun vélanna. Bogi Nils segir að núverandi vélar henti leiðarkerfi Icelandair vel og verði notaðar í það minnsta næstu sex til átta árin.