Hæstiréttur Ísraels snupraði þingforseta

24.03.2020 - 08:57
Erlent · Asía · Ísrael
epa08063656 General view of Knesset members during a vote on a bill to dissolve the Israeli Parliament at the Knesset plenum (parliament) in Jerusalem, Israel, 11 December 2019. Media reports state that the Israeli government vote on a bill to dissolve the Israeli Parliament and will go to a third elections presumably on 02 March 2020 after negotiations talks between the Likud Party and the Blue and White Party failed.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Ísraelska þingið, Knesset. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hæstiréttur Ísraels fyrirskipaði í gær forseta þingsins að boða til atkvæðagreiðslu um embætti þingforseta eins og stjórnarandstaðan hafði krafist.

Þingforsetinn Yuli Edelstein, samflokksmaður  Benjamins Netanyahus forsætisráðherra, neitaði í gær að verða við kröfu Bláhvíta flokksins, flokks Bennys Gantz, helsta keppinautar Netanyahus, um kjör þingforseta á morgun miðvikudag og bar við of naumum tíma.

Að sögn fréttastofunnar Reuters virðist líklegt Edelsteins að þingforsetinn bíði lægri hlut í kjöri um þingforseta þar sem flokkar Gantz og bandamanna hafa nauman meirihluta á þingi. Þingforsetinn hafi auk þess verið áfram um að Netanyahu myndaði eins konar neyðarþjóðstjórn ljósi kórónuveirufaraldursins. 

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun þingforseta bryti í bága við grunnstoðir lýðræðisins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi