Hælisleitandi safnaði sýru á Ásbrú

05.06.2019 - 04:47
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hælisleitandi sem dvaldi í búsetuúrræði Útlendingastofnunar á Ásbrú í vor var gripinn við að sanka að sér rafgeymasýru. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Öryggisvörður á svæðinu fann sýruna í vörslu mannsins. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum.

Sýran var geymd í brúsa og fengin úr rafgeymum bifreiða.

Lögreglu var tilkynnt um málið en ekki er vitað hvers vegna maðurinn safnaði sýrunni.

Honum var vísað úr landi þegar endanleg niðurstaða lá fyrir um umsókn mannsins um hæli hér á landi.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi