Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Guðný Jenný íþróttamaður Vals 2012

Mynd með færslu
 Mynd:

Guðný Jenný íþróttamaður Vals 2012

31.12.2012 - 15:29
Knattspyrnufélagið Valur verðlaunaði í dag þann íþróttamann innan félagsins sem þótti skara fram úr á árinu 2012. Handboltamarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir hlaut heiðurinn að þessu sinni. Jenný varð Íslands,- deildar- og bikarmeistari með Val á árinu.

Hún var einn besti leikmaður íslenska landsliðsins sem lék í lokakeppni Evrópumótsins í Serbíu í desember. Þá var Jenný valin handknattleikskona ársins af HSÍ.