Vigdís minntist þess þegar hún og Ingjaldur Hannibalsson, þáverandi formanns Viðskiptaráðs, lögðu á ráðin um veitingu útflutningsverðlauna sem hófu göngu sína árið 1989. „Ingjaldur var góður húmoristi og við hefðum hlegið dátt bæði ef okkur hefði dottið í hug að annað hvort okkar hlyti þessi verðlaun.“
Hún sagði íslenskan útflutning hafa verið nokkuð heppinn að hafa eignast kvenmann til landkynningar „í þeirri fornöld sem nú er orðin, það er fyrir tíma internetsins“ og vísaði þar til athyglinnar sem kjör hennar sem fyrsta lýðræðislega kjörna forsetans hefði vakið erlendis.