Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Guðbjörg Jóna trúði vart sínum eigin augum

Mynd: RÚV / RÚV

Guðbjörg Jóna trúði vart sínum eigin augum

16.06.2019 - 20:00
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi í þriðja sinn í dag þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Hún hljóp metrana á 23,45 sekúndum.

Guðbjörg bætti eigið með um tvo hundruðustu hluta úr sekúndu er hún keppti á Meistaramóti Íslands 15-22 ára á Selfossi. Hún virtist vart trúa eigin augum þegar hún sá hlaupatíma sinn á töflunni og fagnaði metinu vel og innilega.

Sjón er sögu ríkari en hlaup Guðbjargar og fagnaðarlæti hennar má sjá að ofan.