Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Grundvallaratriði að byrja á tómat og steiktum

Mynd: RÚV / RÚV

Grundvallaratriði að byrja á tómat og steiktum

17.07.2019 - 10:31

Höfundar

Grínistinn Jakob Birgisson gengst glaður við því að vera pulsuáhugamaður. „Já ég er það. Þetta er bara svo íslenskt, algjört stemmningsatriði í íslenska sumrinu,“ segir Jakob sem grillaði bulsur með Guðrúnu Sóleyju í Sumrinu.

Jakob hætti að borða kjöt fyrir tveimur árum. „Það hefur reglulega verið sagt við mig að ég sé ekki Íslendingur nema ég borði pulsur.“ Jakob hefur oft búið til sínar eigin bulsur (grænmetispulsur) en í þetta skiptið voru keyptar þrjár mismunandi tegundir út úr búð. Aðalmálið var hins vegar kartöflusalatið, en í það fór graslaukur sem Jakob kom með úr garðinum heima, forsoðnar kartöflur, vegan-majónes, capers og skvetta af sítrónusafa. „Mér líst alveg hrikalega vel á þetta. Maður finnur að það er kominn einhver súbstans þarna,“ segir Jakob um kartöflusalatið þegar það er fullgert.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Pulsurnar eins og þær litu út áður en grillmeistararnir gröðkuðu þeim í sig.

Það getur verið mikið hitmál hvað fer undir og hvað fer yfir pulsuna og Jakob hefur sterkar skoðanir á því. „Ég hef alltaf verið á því steikti og tómaturinn, við byrjum á því. Það er algjört grundvallaratriði.“

Sumarið er nýr dægurmálaþáttur sem er á dagskrá RÚV mánudaga til fimmtudaga klukkan 19:35. Þar kíkja Atli Már og Hafdís Helga á mannlífið og menninguna í borg og sveit. Það er líka kafað ofan í djúpar safnkistur RÚV og grillað að hætti grænkera með Guðrúnu Sóleyju, svo fátt eitt sé nefnt.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Aðalmálið að vera töffari – punktur og basta“

Menningarefni

„Þau sem öskra hæst fá nammi í kvöldmat!“

Menningarefni

Spaugstofan og Ó voru kærð fyrir dónaskap

Menningarefni

Erpur og Guðrún grilla vegan „surf 'n' turf“